Telja gróflega á sér brotið

Dyrhólaey.
Dyrhólaey. mbl.is/Rax

Eigendur og ábúendur á Vesturhúsajörðum í Dyrhólahverfi telja gróflega á sér brotið en Mýrdalshreppur og nokkrir aðrir eigendur jarða í austurhluta Dyrhólahverfis haf alátið þinglýsa yfirlýsingu um að þeir séu eigendur Dyrhólaeyjar. Ætla eigendurnir í mál til að fá til að fá eignarrétt sinn viðurkenndan.

Í fréttatilkynningu frá eigendum og ábúendum á Vesturhúsajörðum segir:

Í fjölmiðlum undanfarna daga hefur komið fram að Mýrdalshreppur og nokkrir aðrir eigendur jarða í austurhluta Dyrhólahverfis í Mýrdal (svonefndra Austurhúsajarða) hafi látið þinglýsa yfirlýsingu um að þeir einir séu eigendur Dyrhólaeyjar.

Eigendur jarða í vesturhluta Dyrhólahverfis (svonefndra Vesturhúsajarða) telja með þessu gróflega á sér brotið og líta svo á að þinglýsing á einhliða eignayfirlýsingu hafi verið óheimil.

Munu þeir höfða mál gegn sveitarfélaginu og öðrum landeigendum Austurhúsajarða til að fá viðurkenndan helmingseignarrétt sinn í Dyrhólaey, eins og verið hefur um aldaraðir. 

Engar breytingar hafa orðið á eignarhaldi Dyrhólaeyjar frá því er elstu heimildir greina um. Dyrhólaey hefur frá örófi alda verið óskipt sameignarland allra jarðanna í Dyrhólahverfi og ábúendur þeirra hafa sameiginlega annast umhirðu og verndun eynnar. Einhliða eignayfirlýsing eigenda Austurhúsajarða er tilraun til sjálftöku sem eigendur Vesturhúsa munu ekki una.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert