Endurreisnin haldi áfram

Skúli Helgason, þingmaður Samfylkingarinnar.
Skúli Helgason, þingmaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Ómar

Skúli Helga­son, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, skrif­ar á bloggi sínu að nýj­ar upp­lýs­ing­ar frá Seðlabanka Íslands og Vinnu­mála­stofn­un staðfesti að end­ur­reisn hag­kerf­is­ins haldi áfram jafnt og þétt.

„At­vinnu­leysi í apríl var 6,5% sem er lægsta hlut­fall sem sést hef­ur frá hruni fjár­mála­kerf­is­ins haustið 2008, og stefn­ir und­ir 6% í næsta mánuði. At­vinnu­laus­um fækkaði að meðaltali um 620 manns milli mánaða. Þetta er mik­il fram­för frá því at­vinnu­leysið rauk upp fyr­ir 9% eft­ir hrun.  Fjöldi lang­tíma­at­vinnu­lausra er ennþá mik­ill, en stjórn­völd hafa með átak­inu Til vinnu skapað skil­yrði fyr­ir rúm­lega allt að 1500 störf með áherslu á störf fyr­ir lang­tíma­at­vinnu­lausa.  Þegar hafa um fyr­ir þann hóp sem þegar er búið að ráða um 500 manns til að fylla,“ skrif­ar Skúli.

Hann seg­ir enn­frem­ur að í Pen­inga­mál­um, sem komu út í gær, hafi Seðlabank­inn hækkað hag­vaxt­ar­spá sína í 2,8% og það þýði að hag­vöxt­ur á Íslandi verði með því hæsta sem þekk­ist í Evr­ópu.

„Þar mun­ar mestu að vöxt­ur út­flutn­ings er meiri nú en spáð var í byrj­un árs­ins, sér­stak­lega í sjáv­ar­út­vegi og ferðaþjón­ustu.  At­hygl­is­vert er að Seðlabank­inn spá­ir nú tvö­falt meiri vexti út­flutn­ings á ár­inu en í fe­brú­ar­spá sinni.“

Skúli seg­ir jafn­framt að verðbólg­an sé stóri vand­inn í hag­kerf­inu og Seðlabank­inn hafi ákveðið að hækka stýri­vexti um 0,5% í morg­un vegna henn­ar.

„Það er mjög mikið und­ir fyr­ir heim­il­in í land­inu að við náum verðbólg­unni niður og ástæða til að hafa sér­stak­ar áhyggj­ur af áhrif­um vaxta­hækk­ana á skulda­stöðu heim­il­anna.  Sér­stak­lega munu vaxta­hækk­an­ir bíta á þá sem hafa tekið óverðtryggð lán á ár­un­um eft­ir hrun en það eru 8 af hverj­um 10 skuld­ur­um. Þar er áhyggju­efni að bank­arn­ir hafa sum­ir hverj­ir ekki tryggt fjár­mögn­un á móti í óverðtryggðum bréf­um en í raun treyst á það í blindni að verðbólgu­mark­mið Seðlabank­ans héldi – sem nú lít­ur út fyr­ir að verði ekki fyrr en í árs­lok 2014 ef spár Seðlabank­ans sjálfs halda.“

„Verk­efni stjórn­valda er hins veg­ar að tryggja aga og stöðug­leika í rík­is­fjár­mál­um og leita eft­ir breiðri sam­stöðu við at­vinnu­lífið um aðhald í verðlags­mál­um til að [af­stýra] því að efna­hags­bat­inn verði á kostnað skuldugra heim­ila í land­inu.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert