Endurreisnin haldi áfram

Skúli Helgason, þingmaður Samfylkingarinnar.
Skúli Helgason, þingmaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Ómar

Skúli Helgason, þingmaður Samfylkingarinnar, skrifar á bloggi sínu að nýjar upplýsingar frá Seðlabanka Íslands og Vinnumálastofnun staðfesti að endurreisn hagkerfisins haldi áfram jafnt og þétt.

„Atvinnuleysi í apríl var 6,5% sem er lægsta hlutfall sem sést hefur frá hruni fjármálakerfisins haustið 2008, og stefnir undir 6% í næsta mánuði. Atvinnulausum fækkaði að meðaltali um 620 manns milli mánaða. Þetta er mikil framför frá því atvinnuleysið rauk upp fyrir 9% eftir hrun.  Fjöldi langtímaatvinnulausra er ennþá mikill, en stjórnvöld hafa með átakinu Til vinnu skapað skilyrði fyrir rúmlega allt að 1500 störf með áherslu á störf fyrir langtímaatvinnulausa.  Þegar hafa um fyrir þann hóp sem þegar er búið að ráða um 500 manns til að fylla,“ skrifar Skúli.

Hann segir ennfremur að í Peningamálum, sem komu út í gær, hafi Seðlabankinn hækkað hagvaxtarspá sína í 2,8% og það þýði að hagvöxtur á Íslandi verði með því hæsta sem þekkist í Evrópu.

„Þar munar mestu að vöxtur útflutnings er meiri nú en spáð var í byrjun ársins, sérstaklega í sjávarútvegi og ferðaþjónustu.  Athyglisvert er að Seðlabankinn spáir nú tvöfalt meiri vexti útflutnings á árinu en í febrúarspá sinni.“

Skúli segir jafnframt að verðbólgan sé stóri vandinn í hagkerfinu og Seðlabankinn hafi ákveðið að hækka stýrivexti um 0,5% í morgun vegna hennar.

„Það er mjög mikið undir fyrir heimilin í landinu að við náum verðbólgunni niður og ástæða til að hafa sérstakar áhyggjur af áhrifum vaxtahækkana á skuldastöðu heimilanna.  Sérstaklega munu vaxtahækkanir bíta á þá sem hafa tekið óverðtryggð lán á árunum eftir hrun en það eru 8 af hverjum 10 skuldurum. Þar er áhyggjuefni að bankarnir hafa sumir hverjir ekki tryggt fjármögnun á móti í óverðtryggðum bréfum en í raun treyst á það í blindni að verðbólgumarkmið Seðlabankans héldi – sem nú lítur út fyrir að verði ekki fyrr en í árslok 2014 ef spár Seðlabankans sjálfs halda.“

„Verkefni stjórnvalda er hins vegar að tryggja aga og stöðugleika í ríkisfjármálum og leita eftir breiðri samstöðu við atvinnulífið um aðhald í verðlagsmálum til að [afstýra] því að efnahagsbatinn verði á kostnað skuldugra heimila í landinu.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert