Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins

Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins, Crystal Serenity, lagði að höfn í Reykjavík …
Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins, Crystal Serenity, lagði að höfn í Reykjavík um klukkan hálf átta í morgun. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins, Crystal Serenity, lagði að bryggju við Skarfabakka í Reykjavíkurhöfn um klukkan hálfátta í morgun. Skipið er fljótandi fimm stjörnu lúxushótel og með glæsilegustu skemmtiferðaskipum sem sigla um heimshöfin.

Skipið er tæp 69.000 tonn að stærð, um borð eru rúmlega eitt þúsund farþegar og í áhöfn eru 635 manns.

Crystal Serenity kemur hingað frá St. John‘s á Nýfundnalandi en skipið er í heimsreisu og leggur af stað héðan um tíuleytið í kvöld.

Skipið er hið fyrsta af tæplega 60 skemmtiferðaskipum sem væntanleg eru hingað til lands í sumar í alls 80 boðuðum skipakomum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka