Í dag er þjóðhátíðardagur Norðmanna og af því tilefni gengu Norðmenn búsettir á Íslandi, fylktu liði frá Norræna húsinu og til Dómkirkjunnar, til norskrar messu.
Nokkurt fjölmenni var í skrúðgöngunni, enda blíðskaparveður.
Dagurinn í dag, 17. maí, hefur verið þjóðhátíðardagur Noregs frá árinu 1814. en þá hlutu Norðmenn sjálfstæði með undirritun stjórnarskrár Noregs á Eiðsvöllum. Skrúðgöngur voru fyrst gengnar hálfri öld síðar, árið 1864 fyrir tilstuðlan skáldsins Bjørnstjerne Bjørnson.