Sögufrægt skip að hverfa

Hringrás vinnur nú að því að endurvinna gamla varðskipið Þór.
Hringrás vinnur nú að því að endurvinna gamla varðskipið Þór. mbl.is/víkurfréttir

Gamla varðskipið Þór hverfur nú sjónum smátt og smátt í Helguvík. Þar vinna starfsmenn Hringrásar að því að búta þetta sögufræga skip niður og beita við það stórvirkum vélum.

Skipið er gamalt og sterkbyggt og í því mikið af stáli sem verður endurunnið hér og flutt út sem hráefni til bræðslu.

Hringrás er með athafnasvæði í Helguvík og var Þór tekinn þar á þurrt. Grafin var rás upp í fjöru og skipinu fleytt upp á háflóði. Byrjað var á að tæma skipið af spilliefnum, að sögn Einars Ásgeirssonar, framkvæmdastjóra Hringrásar.

„Þór er vel smíðaður og þetta verður nokkurra vikna vinna,“ sagði Einar. „Það hefur verið gengið ægilega illa um skipið og þetta mikla fley er ekki svipur hjá sjón miðað við það sem áður var.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert