Fljótsdalshérað stofnaðili að félagi um kaup á Grímsstöðum

Grímsstaðir á Fjöllum.
Grímsstaðir á Fjöllum. Reuters

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs samþykkti í gær að sveitarfélagið yrði aðili að GáF ehf. sem undirbýr kaup á Grímsstöðum á Fjöllum með það fyrir augum að leigja það til kínverska fjárfestisins Huang Nubos. Þetta kemur fram á vef Austurgluggans.

Fram kemur að einu atkvæði hafi munað í atkvæðagreiðslu þar sem minnihlutinn hafi greitt atkvæði gegn tillögunni. Hann gagnrýni hraða vinnunnar og skort á upplýsingum.

Þá segir að fulltrúar meirihlutans segi lykilatriði að vera með til að hafa greiðan aðgang að upplýsingum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert