Vilja Ísland úr NATO

Merki NATO
Merki NATO

Stjórn Vinstri grænna í Reykja­vík tel­ur að Íslend­ing­ar eigi ekki að vera hluti af Atlants­hafs­banda­lag­inu, NATO, eða taka þátt í hernaðaraðgerðum á veg­um banda­lags­ins. Þetta var samþykkt á fundi stjórn­ar­inn­ar í gær­kvöldi.

„Stjórn­in minn­ir kjörna full­trúa sína á stefnu flokks­ins sem seg­ir að Ísland eigi að standa utan hernaðarbanda­laga og ganga úr NATÓ. Ættu þing­menn Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar - græns fram­boðs að vinna öt­ul­lega að því í störf­um sín­um á Alþingi þar til mark­miðinu er náð,“ seg­ir í álykt­un frá stjórn­inni.

ATHS: Í fyrri út­gáfu frétt­ar­inn­ar sagði að álykt­un­in væri frá stjórn Vinstri grænna en hið rétta er, eins og seg­ir í upp­færðri frétt­inni, að hún er frá stjórn Vinstri grænna í Reykja­vík.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert