Vilja Ísland úr NATO

Merki NATO
Merki NATO

Stjórn Vinstri grænna í Reykjavík telur að Íslendingar eigi ekki að vera hluti af Atlantshafsbandalaginu, NATO, eða taka þátt í hernaðaraðgerðum á vegum bandalagsins. Þetta var samþykkt á fundi stjórnarinnar í gærkvöldi.

„Stjórnin minnir kjörna fulltrúa sína á stefnu flokksins sem segir að Ísland eigi að standa utan hernaðarbandalaga og ganga úr NATÓ. Ættu þingmenn Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs að vinna ötullega að því í störfum sínum á Alþingi þar til markmiðinu er náð,“ segir í ályktun frá stjórninni.

ATHS: Í fyrri útgáfu fréttarinnar sagði að ályktunin væri frá stjórn Vinstri grænna en hið rétta er, eins og segir í uppfærðri fréttinni, að hún er frá stjórn Vinstri grænna í Reykjavík.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert