Bensínið hækkar lánin

Eldsneyti er meðal nauðsynjavara. Hækkandi olíuverð hefur því bein áhrif …
Eldsneyti er meðal nauðsynjavara. Hækkandi olíuverð hefur því bein áhrif á vísitöluna, þar með verðtryggð lán. mbl.is/Golli

Linnulausar hækkanir á eldsneytisverði hafa hækkað höfuðstól verðtryggðra húsnæðislána heimila um hálfan sextánda milljarð síðan um mánaðamótin febrúar og mars í fyrra. Helminginn af eldsneytisverðinu má rekja til skatta og lætur því nærri að þeir eigi þátt í átta milljörðum króna af umræddri hækkun.

Í umfjöllun um þessi mál í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands megi ætla að hækkun á bensíni og dísilolíu á tímabilinu frá mars 2011 til mars á þessu ári hafi samanlagt leitt til 0,79% hækkunar á vísitölunni. Sé gengið út frá því að höfuðstóllinn hafi lítið breyst fram í mars á þessu ári má ætla að þáttur hærra eldsneytisverðs í verðbólgu hafi hækkað lánin um 9,5 milljarða.

Fram kom í svari efnahagsráðherra í fyrra að skattahækkanir hefðu hækkað verðtryggð lán um 18,3 milljarða tímabilið frá febrúar 2009 til febrúar 2011. Síðan er liðið ár og bætast bensínskattar nú við.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert