Brýnt að komast að skipinu sem fyrst

Björgunarskip eru á leið frá Höfn í Hornafirði og Vestmannaeyjum …
Björgunarskip eru á leið frá Höfn í Hornafirði og Vestmannaeyjum að Skarðsfjöru. Myndin tengist fréttinni ekki beint. mbl.is/Rax

Skipið sem er vélarvana utan við Skarðsfjöru er um eina sjómílu frá landi. Akkerin halda svo hann helst nokkuð kyrr en vindur stendur og landi og er því engu að síður brýnt að komist verði að skipinu sem fyrst. Áætlað er að björgunarskip verði komin að togaranum eftir um 4 klukkustundir og þyrla gæslunnar er á leiðinni.

Björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar frá Höfn í Hornafirði og Vestmannaeyjum eru lögð af stað til aðstoðar togskipinu, en þess verður freistað að setja taug í skipið. Björgunarsveitir eru mættar í Skarðsfjöru og eru þar til taks ef á þarf að halda, samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörgu.

Veður er þokkalegt á staðnum en vindur stendur sem fyrr segir að land og er því lagt kapp á að koma skipverjunum 10 sem um borð eru sem fyrst til aðstoðar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert