Fá ný félög að fæðast í hagkerfinu

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, og Vilmundur Jósefsson, formaður SA, innsigla …
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, og Vilmundur Jósefsson, formaður SA, innsigla samninga. mbl.is/Ómar

Á fyrstu þrem mánuðum árs­ins voru 460 einka­hluta­fé­lög skráð á Íslandi eða 19 fleiri en á sama tíma í fyrra. Þau eru hins veg­ar 9 færri en fyrstu þrjá mánuði árs­ins 2010, árið sem stjórn­völd hafa sagt að hafi markað enda­lok sam­drátt­ar­skeiðsins.

Mun­ur­inn er enn meiri ef farið er aft­ur til árs­ins 2009 en þá voru 690 einka­hluta­fé­lög skráð á tíma­bil­inu.

Séu fjög­ur fé­lags­form lögð sam­an, einka­hluta­fé­lög, sam­eign­ar­fé­lög, sam­lags­fé­lög og sam­lags­hluta­fé­lög er summan á fyrstu þrem mánuðum þessa árs 569, borið sam­an við 545 á fyrsta árs­fjórðungi í fyrra. Árið 2010 litu 720 fé­lög í þess­um flokk­um dags­ins ljós á tíma­bil­inu og eru þau því 27% færri í ár. Árið 2009 var nán­ast eins en þá var 721 fé­lag skráð í ein­hverj­um þess­ara flokka.

Spurður út í þá staðreynd að nýj­um fé­lög­um fjölgi ekki meira en þetta seg­ir Gylfi Arn­björns­son, for­seti Alþýðusam­bands Íslands,  ljóst að und­ir­liggj­andi vöxt­ur í hag­kerf­inu „sé langt frá því að vera næg­ur“ til að koma at­vinnu­leys­inu niður í viðun­andi horf, ef frá sé tal­inn vöxt­ur greina sem njóti góðs af veiku gengi krón­unn­ar.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert