Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, mun á blaðamannafundi í dag kynna Fjárfestingaráætlun fyrir Ísland 2013-2015: Nýjar áherslur í atvinnumálum, sem samþykkt var á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun.
Markmið áætlunarinnar er að styðja við frekari hagvöxt og aukna fjölbreytni atvinnulífs um allt land á komandi árum m.a. með eflingu rannsókna og tækniþróunar, sóknaráætlana landshluta, ferðaþjónustu, skapandi greina og græna hagkerfisins auk stóraukinna framkvæmda á vegum hins opinbera, m.a. á sviði samgöngumála.