Öryggislending undirbúin í Keflavík

Leifsstöð
Leifsstöð Mbl.is/Þorvaldur Örn Kristmundsson

Verið er að und­ir­búa ör­ygg­is­lend­ingu Boeing-þotu á Kefla­vík­ur­flug­velli, en eitt af átta aft­ur­hjól­um vél­ar­inn­ar fór und­an þegar hún tók á loft á leið til Banda­ríkj­anna í kvöld. 191 er um borð. Viðbúnaður er mik­ill en sam­kvæmt upp­lýs­inga­full­trúa ISA­VIA er það fyrst og fremst til að hafa vaðið fyr­ir neðan sig.

Hættu­stigi Al­manna­varna hef­ur verið lýst yfir og sam­hæf­ing­armiðstöðin í Skóg­ar­hlíð virkjuð vegna at­viks­ins. Hættu­stig er annað af þrem­ur háska­stig­um í neyðar­skipu­lagi Al­manna­varna, en þriðja stigið er neyðarstig. Friðþór Ey­dal, talsmaður ISA­VIA, seg­ir að brugðist sé við sam­kvæmt flug­slysa­áætl­un Kefla­vík­ur­flug­vall­ar og fylsta ör­ygg­is gætt.

Í þessu til­felli felst það m.a. í að allt til­tækt lög­reglu-, sjúkra- og slökkvilið hef­ur verið kallað til auk björg­un­ar­sveita og Land­helg­is­gæslu. Áætlað er að flug­vél­in lendi inn­an tíðar, en hún sveim­ar nú yfir Kefla­vík á meðan viðbragðsaðilar koma sér í stöðu á jörðu niðri. 

Vél­in sem um ræðir er frá Icelanda­ir og var á leið til Or­lando í Banda­ríkj­un­um. Að sögn Guðjóns Arn­gríms­son­ar, upp­lýs­inga­full­trúa Icelanda­ir, er gert ráð fyr­ir því að farþeg­arn­ir kom­ist á leiðar­enda með ann­arri vél síðar í kvöld.

Frétta­til­kynn­ing frá Al­manna­vörn­um: „Flug­slysa­áætl­un Kefla­vík­ur­flug­vall­ar hef­ur verið virkjuð vegna flug­vél­ar sem missti hjól í flug­taki frá Kefla­vík­ur­flug­velli. Aðgerðastjórn á Kefla­vík­ur­flug­velli hef­ur verið virkjuð og stýr­ir aðgerðum á vett­vangi.

Allt til­tækt björg­un­arlið hef­ur verið boðað sam­kvæmt flug­slysa­áætl­un fyr­ir Kefla­vík­ur­flug­völl.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert