Rekstur Vinjar tryggður

Velferðarráðuneytið, Reykjavíkurborg, Vinafélag Vinjar og Rauði kross Íslands hafa undirritað …
Velferðarráðuneytið, Reykjavíkurborg, Vinafélag Vinjar og Rauði kross Íslands hafa undirritað samkomulag sem tryggir rekstur athvarfsins, sem er við Hverfisgötu í Reykjavík. mbl.is/Kristinn

Búið er að tryggja rekst­ur Vinj­ar við Hverf­is­götu, sem er at­hvarf fyr­ir fólk með geðrask­an­ir, næstu þrjú árin, eða út árið 2014. Sam­komu­lag þess efn­is var und­ir­ritað í Vin í dag. „Mér finnst þetta al­veg frá­bært,“ seg­ir Þór­dís Rún­ars­dótt­ir, for­stöðumaður Vinj­ar, í sam­tali við mbl.is.

„Þetta er ómet­an­leg þjón­usta og ég held að það sé öll­um ljóst að hún verður að vera fyr­ir hendi,“ seg­ir hún.

Hátt í 30 manns heim­sækja Vin dag­lega og á síðasta ári juk­ust gesta­kom­ur frá ár­inu 2010. Þór­dís bend­ir á að Vin sé ekki meðferðarstaður held­ur sé til­gang­ur starf­sem­inn­ar fyrst og fremst að rjúfa fé­lags­lega ein­angr­un geðfatlaðra.

Geðfatlaðir geti nýtt sér al­menn­ar fé­lags­miðstöðvar

Rauði kross Íslands hef­ur séð um rekst­ur­inn á und­an­förn­um árum en sl. haust til­kynnti hann að til stæði að loka at­hvarf­inu vegna sparnaðaraðgerða.

„Eft­ir að bar­átt­an fór í gang í haust sam­einuðust þess­ir fjór­ir aðilar; vel­ferðarráðuneytið, Reykja­vík­ur­borg, Vina­fé­lag Vinj­ar og Rauði kross­inn, um að reka Vin næstu þrjú árin,“ seg­ir Þór­dís.

Hún tek­ur fram að mark­miðið sé að loka Vin því hug­mynd­ir séu uppi hjá Reykja­vík­ur­borg um að geðfatlaðir ein­stak­ling­ar geti, líkt og aðrir borg­ar­bú­ar, nýtt sér al­menn­ar fé­lags­miðstöðvar. „Ef þetta er raun­hæf­ur mögu­leiki, að okk­ar fólk geti notað al­menn­ar fé­lags­miðstöðvar Reykja­vík­ur­borg­ar, ætl­um við ekki að standa í vegi fyr­ir því,“ seg­ir Þór­dís.

Sinna um 340 ein­stak­ling­um á ári

Hátt í 100 ein­stak­ling­ar heim­sækja Vin 10 sinn­um eða oft­ar í mánuði. „Á árs­grund­velli eru þetta um 340 ein­stak­ling­ar sem við sinn­um hér,“ seg­ir Þór­dís og bæt­ir við að Vin sé því eins kon­ar fé­lags­miðstöð fyr­ir þenn­an hóp, sem bæði þurfi mikla hvatn­ingu og að vel sé haldið utan um hann.

Aðspurð seg­ir Þór­dís að stöðugildi við Vin séu 3,7. „Við rek­um Vin fyr­ir um tvær og hálfa millj­ón, fyr­ir utan launa­kostnað, á ári. Í það heila eru þetta 20 til 25 millj­ón­ir sem fara í Vin á ári með öllu, þ.e. rekstr­in­um á hús­næðinu, launa­kostnaði, mat og öllu sam­an. Þetta er því eitt ódýr­asta þjón­ustu­til­boð sem Reykja­vík­ur­borg hef­ur upp á að bjóða,“ seg­ir Þór­dís.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert