Togbátur vélarvana við Skarðsfjöru

Björgunarsveitir og björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Suðurlandi, nánar tiltekið Höfn, Kirkjubæjarklaustri, Meðallandi og Vík hafa verið kallaðar út vegna vélarvana skips sunnan við Skarðsfjöru.

Um er að ræða togbát með 10 manna áhöfn og talið er að eitthvað hafi farið í skrúfuna. Skipið er því vélarvana en ekki á reki. Björgunarskip og bátar munu fara að skipinu og freista þess að setja taug í það og björgunarsveitarmenn verða til reiðu í fjörunni ef á þarf að halda. Veður er þokkalegt á staðnum en auk björgunarsveita tekur Landhelgisgæslan þátt í aðgerðum, samkvæmt upplýsingum frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert