Svandís vill kjósa um ESB næsta vor

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra.
Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Svandís Svavars­dótt­ir um­hverf­is­ráðherra sagði á Alþingi í dag að hún vildi að kosið yrði næsta vor um þá þætti í aðild­ar­viðræðum við ESB sem þá liggja fyr­ir. Þjóðin þyrfti að fá tæki­færi til að koma að mál­inu á þessu kjör­tíma­bili.

Ill­ugi Gunn­ars­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, spurði Svandísi út í af­stöðu henn­ar til þessa máls í kjöl­far yf­ir­lýs­inga tveggja þing­manna Sam­fylk­ing­ar­inn­ar um að kjósa þyrfti um hvort halda eigi aðild­ar­viðræðum við ESB áfram.

Svandís sagðist hafa talið tíma­bært að bera und­ir þjóðina spurn­ing­una um hvort við ætt­um að ganga í ESB og þess vegna hefði hún stutt álykt­un Alþing­is um að sækja um aðild að ESB. Sjálf væri hún sann­færð um að við ætt­um ekki er­indi inn í sam­bandið.

„Hins veg­ar verður það sí­fellt meira krefj­andi viðfangs­efni stjórn­mál­anna að koma því þannig fyr­ir að þjóðin geti tekið af­stöðu til efn­is­legra þátta. Ég tel að slík at­kvæðagreiðsla þurfi að eiga sér stað eigi síðar en við næstu þing­kosn­ing­ar, þ.e.a.s. að þjóðin geti tekið af­stöðu til þeirra efn­is­legu þátta sem þá liggja fyr­ir í sam­skipt­um Íslands og Evr­ópu­sam­bands­ins. Það er ótækt að draga það ferli meira á lang­inn en svo. Þjóðin þarf að fá að koma að því máli. Því miður er ekki endi­lega út­lit fyr­ir að við verðum með samn­ing í hönd­un­um, en þjóðin þarf sann­ar­lega á þessu kjör­tíma­bili að geta tekið af­stöðu til aðild­ar að Evr­ópu­sam­band­inu. Ég hygg að það sé mik­il­vægt fyr­ir framtíðina,“ sagði Svandís.

Ill­ugi sagði þessa yf­ir­lýs­ingu stór­póli­tísk tíðindi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert