ASÍ: Óvissa um fjármögnunina

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ.
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. Ernir Eyjólfsson

Alþýðusam­band Íslands tel­ur óvíst hvort rík­is­stjórn­in get­ur fjár­magnað nýja fram­kvæmda­áætl­un sína. Gylfi Arn­björns­son, for­seti ASÍ, seg­ir ann­ars veg­ar óvissu um fyr­ir­hugað veiðigjald og hins veg­ar um áform um að selja hluti rík­is­ins í bönk­un­um. Þar komi lán á móti.

Gylfi seg­ir ým­is­legt í áætl­un­inni vera fagnaðarefni.

„Það er ljóst að at­vinnu­lífið hef­ur kallað eft­ir því, bæði við hjá Alþýðusam­bandi Íslands og full­trú­ar at­vinnu­lífs­ins, að farið verði í sókndjarfa áætl­un varðandi ný­sköp­un. Það er þörf á því að fóstra nýj­ar hug­mynd­ir.

At­vinnu­lífið og vinnu­markaður­inn hafa haft mikla aðkomu að átak­inu 2020. Merki­legt er að í þeirri umræðu hef­ur farið mjög lítið fyr­ir stjórn­mála­mönn­um. Þeir voru með í fyrstu skref­un­um. Ég hef setið nokkra vinnufundi vegna þessa átaks og menn hafa saknað þess að þing­flokk­arn­ir sinni þessu meira. Margt af því sem hef­ur verið fjallað um á þess­um fund­um sér stað í fjár­fest­inga­áætl­un­inni, þar með talið um að leggja aukið fé í tækniþróun. Þá eru í henni áform um að efla græna hag­kerfið í takt við þver­póli­tíska þings­álykt­un­ar­til­lögu og er það einnig í takt við áhersl­ur ASÍ á und­an­förn­um miss­er­um um að byggja eigi stór­an hluta lands­fram­leiðunn­ar á slík­um gild­um. Okk­ar bíða ýmis spenn­andi tæki­færi á sviði end­ur­nýj­an­legr­ar orku.“

Þarf að mennta tugþúsund­ir

Gylfi vík­ur að mennt­un og mik­il­vægi henn­ar fyr­ir ný­sköp­un.

„Við erum að glíma við þá stöðu að 40.000 manns á vinnu­markaði hafa mjög litla eða tak­markaða mennt­un ef horft er til viður­kennds fram­halds­náms. Það er al­veg ljóst að það þarf að fjár­festa í aðstöðu til þess að fjölga þeim ein­stak­ling­um á vinnu­markaði sem hafa lokið viður­kenndu starfs­rétt­inda­námi.

Það eru því ákveðin von­brigði að ekki er gert ráð fyr­ir slíkri fjár­fest­ingu í þess­ari áætl­un því áform um þróun og ný­sköp­un hljóta að kalla á menntað vinnu­afl á vinnu­markaði. Framund­an er lík­lega mesta átak Íslands­sög­unn­ar í þessa veru.

Ég hefði einnig talið mik­il­vægt að sumt af þess­um verk­efn­um hæf­ust þegar á þessu ári, at­vinnu­leysið er vanda­mál núna og ekki bara á næsta ári. Sér­stak­lega á það við um ýms­ar fram­kvæmd­ir sem nefnd­ar eru.“

Mikið of­mat hjá stjórn­völd­um

Gylfi seg­ir óvissu um fjár­mögn­un áætl­un­ar­inn­ar.

„Fjár­fest­inga­áætl­un­in er hins veg­ar með þeim fyr­ir­vara að það verði af þeim tekj­um sem á að nota í hana. Fjár­mögn­un­in er ekki ör­ugg. Nú er mikið deilt um getu sjáv­ar­út­vegs­ins til að standa und­ir auðlinda­gjaldi. Það er mat ASÍ að það sé mikið of­mat hjá stjórn­völd­um að gera ráð fyr­ir því að nú­ver­andi staða raun­geng­is krón­unn­ar verði hér um ald­ur og ævi. ASÍ tel­ur, og Seðlabank­inn er að ég held sam­mála, að nú­ver­andi staða geng­is­ins sé ekki sjálf­bær. Raun­gengi krón­unn­ar hef­ur lík­lega aldrei verið jafn veikt. Það er veik­ara en fær staðist. Það mun styrkj­ast. Það er okk­ar von að það geti styrkst á markaði svo því fylgi minni verðbólga og lægri vext­ir.

Gamla aðferðin, sem not­ast var við fyr­ir 1990, ger­ist þá með meiri verðbólgu og launa­hækk­un. Það er verið að fara þá leið núna. Raun­gengi krón­unn­ar mun styrkj­ast og það þýðir að fram­legð í sjáv­ar­út­vegi mun minnka. Og það þýðir að þó að rík­is­stjórn­in komi sjáv­ar­út­vegs­frum­vörp­un­um óbreytt­um í gegn er bjart­asta von­in fyr­ir rík­is­sjóð að fá fjórðung af áætluðum tekj­um af veiðigjaldi. Það er veik­leiki þess­ar­ar fjár­fest­inga­áætl­un­ar.

Það er verið að gera ráð fyr­ir sex millj­örðum úr veiðileyf­a­gjaldi. Ég ef­ast hins veg­ar um að gjaldið nái að skila svo miklu í heild. Áætl­un­in var kynnt þannig fyr­ir mér að ef gjaldið skil­ar ekki svo miklu er fyr­ir­vari um fram­lög til þró­un­ar og ný­sköp­un­ar. Það er því óviss fjár­mögn­un á þessu. Það er verið að gera ráð fyr­ir að eigna­sala bank­anna renni til þess­ara mála. Það á hins veg­ar eft­ir að selja bank­ana.

Það er al­veg ljóst að öll þessi verk­efni koma fram sem rík­is­út­gjöld en sala bank­anna er eigna­sala. Það þýðir að það geng­ur á eign­ir rík­is­ins. Maður skyldi ætla að fjár­mun­irn­ir yrðu nýtt­ir til að minnka skuld­irn­ar sem ríkið stofnaði til í því skyni að eign­ast bank­ana. Fjár­mögn­un­in er því óviss,“ seg­ir Gylfi Arn­björns­son.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert