Engar skemmdir virðast hafa orðið á Kristbjörgu VE eftir að veiðarfæri skipsins festust í skrúfu þess í gær. Kristbjörg heldur fljótlega aftur til veiða.
Skipstjórinn segir þó að mikil hætta hafi verið á ferðum og að gott veður hafi skipt sköpum, segir í frétt á vef Eyjafrétta.
Við skoðun kafara á stýrisbúnaði í dag kom í ljós að snurvoðin hafði vafist sex hringi utan um skrúfuna. Eftir að veiðarfærum var slakað niður tókst kafara að losa þau úr skrúfunni á innan við klukkustund.