Hiti 1,2°C undir meðaltali það sem af er maí

Vetrarríki gefur nú eftir.
Vetrarríki gefur nú eftir. mbl.is/Ómar

Kalt hefur verið í veðri á landinu undanfarna daga og á NA-landi bankaði vetur konungur á dyrnar í nokkra daga með tilheyrandi vandræðum fyrir bændur sem víða þurftu að hýsa lambfé. Hretið ógnaði einnig fuglavarpi en óvíst er um áhrifin.

Morgunblaðið náði tali af Trausta Jónssyni, veðurfræðingi hjá Veðurstofu Íslands, og spurði hann út í vorhretið og hvort þetta væri algengt veður á þessum tíma árs. „Það er nú tilviljun þannig séð, ef við förum bara ennþá lengra aftur í tímann þá er hægt að nefna ár þar sem þetta er viðloðandi ár eftir ár. Þrátt fyrir allt þá er hitinn nú bara rétt undir meðallagi það sem af er mánuðinum,“ sagði Trausti.

Meðalhiti í Reykjavík og á Akureyri, það sem af er maí, er 1,2°C undir meðallagi. Úrkoman er talsvert undir meðallagi um landið sunnanvert. Úrkoman í Reykjavík er 10 mm en meðaltalið á þessum tíma er 27 mm. Svipaðar úrkomutölur eru á Akureyri, 11 mm.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka