Kostnaðarsöm skoðanakönnun sem skili litlu

Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins.
Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. mbl.is

„Ég vil meina að rík­is­stjórn­in hafi klúðrað þessu máli al­gjör­lega með meðferðinni hér á þing­inu," sagði Vig­dís Hauks­dótt­ir, þingmaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, í umræðum um þjóðar­at­kvæðagreiðslu um til­lög­ur stjórn­lagaráðs að stjórn­ar­skrár­breyt­ing­um. Málið er hið eina sem er á dag­skrá þing­fund­ar í dag.

Vig­dís gagn­rýndi að eng­in efn­is­leg umræða hefði farið fram á þing­inu um til­lög­ur stjórn­lagaráðs að breyt­ing­um á stjórn­ar­skrá. „Varðandi ráðgef­andi þjóðar­at­kvæðagreiðslu þá ótt­ast ég líka að það verði mjög lít­il kosn­ingaþátt­takaa í þess­ari skoðana­könn­un vegna þess að við kjós­end­ur vit­um fyr­ir­fram að þetta er ráðgef­andi og stjórn­völd ekki bund­in af úr­slit­un­um," sagði Vig­dís.

Vill kjósa sam­hliða um ESB

Því mætti segja að þjóðar­at­kvæðagreiðsla á þessu stigi máls­ins væri til­gangs­laus. Fjöldi breyt­ing­ar­til­lagna hef­ur verið lagður fram um málið, m.a. hef­ur Vig­dís lagt fram til­lögu um að sam­hliða verði kosið um hvort draga eigi til baka um­sókn Íslands um aðild að Evr­ópu­sam­band­inu.

„Eina leiðin sem ég sé til að hífa upp þátt­töku í þess­ari ráðgef­andi skoðana­könn­un er að við fáum að segja álit okk­ar sam­hliða um hvort við eig­um að draga til baka um­sókn okk­ar um aðild að ESB," sagði Vig­dís. Hún benti á að sögu­lega lít­il þátt­taka hefði verið í stjórn­lagaþings­kosn­ing­unni og að það yrði „skelfi­legt ef það yrði kannski bara 10% þátt­taka" í þjóðar­at­kvæðagreiðslunni um breyt­ing­ar­til­lög­urn­ar.

Af­leiðing­arn­ar skaðleg­ar

Sig­mund­ur Davíð, formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, sagði það mjög óljóst hvað hægt væri að gera við niður­stöður at­kvæðagreiðslunn­ar, hverj­ar svo sem þær yrðu. Sagðist hann hafa áhyggj­ur af því „að ekki aðeins mun­um við fá tak­markaðar upp­lýs­ing­ar út úr þessu, þetta verði ekki bara kostnaðar­söm skoðana­könn­un sem skili litlu, held­ur geti niðurstaðan bein­lín­is skaðað þetta ferli allt sam­an“.

Sagðist hann telja að til­gang­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar væri að verða sér úti um „óút­fyllt­an tékka" með þjóðar­at­kvæðagreiðslunni, biðja um leyfi til að út­færa hlut­ina sjálf.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins.
Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins. mbl.is/Ó​mar Óskars­son
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert