LÍÚ segist vilja samvinnu um lausn

Togari að veiðum á miðunum milli lands og Eyja.
Togari að veiðum á miðunum milli lands og Eyja. mbl.is/Árni Sæberg

Landssamband íslenskra útvegsmanna skorar á stjórnvöld að draga sjávarútvegsfrumvörpin til baka í auglýsingum sem birtust í dagblöðunum í morgun. Í auglýsingunni segir að í stað sátta hafi frumvörpin orðið tilefni harðari deila um stjórn fiskveiða en nokkru sinni fyrr. Umsagnir og ályktanir um frumvörpin sýni það svo ekki sé um villst.

LÍÚ hvetur í auglýsingunni stjórnvöld til að leggja grunn að samráðsvettvangi, þar sem að komi fulltrúar allra stjórnmálaflokka, sveitarfélaga og hagsmunaaðila í sjávarútvegi. Varanleg sátt sem hámarki arð þjóðarinnar af nýtingu fiskistofnanna sé sameiginlegt markmið allra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert