Mannréttindi og öryggismál rædd

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra tók þátt í ráðstefnu um öryggismál
Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra tók þátt í ráðstefnu um öryggismál Af vef innanríkisráðuneytisins

Ögmund­ur Jónas­son inn­an­rík­is­ráðherra flutti er­indi á ráðstefnu í St. Pét­urs­borg í vik­unni og tók þátt í hring­borðsum­ræðum um ör­ygg­is­mál og nýj­ar ógn­ir.

Umræðurn­ar spönnuðu vítt svið og var meðal ann­ars fjallað um eft­ir­lits­heim­ild­ir lög­reglu með borg­ur­um, út­breiðslu skipu­lagðrar glæp­a­starf­semi, efna­hags­legt ör­yggi og tölvu­ör­yggi, auk hryðju­verka, stríðsátaka og stór­velda­hags­muna.

Sér­stak­lega var fjallað um sam­spil mann­rétt­inda ann­ars veg­ar og laga og rétt­ar­kerfa hins veg­ar. Ögmund­ur lagði í er­indi sínu áherslu á lýðræði og gagn­sæi og að úr­lausn­ir rétt­ar­kerf­is­ins í bar­áttu gegn glæp­um og öðrum ógn­um mættu aldrei vera á kostnað mann­rétt­inda. Til­gang­ur­inn helgaði ekki meðalið, að því er fram kem­ur á vef inn­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins.

Of­beldi gagn­vart kon­um og börn­um má ekki gleym­ast

Ögmund­ur sagði meðvit­und um efna­hags­legt ör­yggi hafa auk­ist til muna á Íslandi og vakti at­hygli á veru­leika þjóða í þreng­ing­um, þegar ágeng­ir hags­munaaðilar úr heimi fjár­magns og stjórn­mála knýðu á dyr.

Ögmund­ur áréttaði að hags­mun­ir sam­fé­lags­ins í heild sinni þyrftu að vera í for­grunni í um­fjöll­un um ör­ygg­is­mál. Sam­fé­lag sam­an­stæði af ein­stak­ling­um og fjöl­skyld­um. Ólík­ir hóp­ar gætu upp­lifað ógn­ir á mis­mun­andi hátt. Ríki gætu verið ör­ugg og vel var­in af lög­reglu og herj­um en hóp­ar eða ein­stak­ling­ar inn­an þeirra lifað í ótta við of­beldi. Nefndi Ögmund­ur sér­stak­lega of­beldi gegn kon­um og börn­um, of­beldi sem ekki mætti gleym­ast í umræðu um ör­ygg­is­mál.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert