Segja flóttamenn misnota okkur

Bjartsýnisflokkurinn segir að senda eigi flóttamenn umsvifalaust heim til sín
Bjartsýnisflokkurinn segir að senda eigi flóttamenn umsvifalaust heim til sín AFP

„Flóttamenn bágra lífskjara misnota okkur og spila á strengi vorkunnsemi og meðvirkni. Þeir vita að lögum samkvæmt má ekki sannreyna sögurnar sem þeir segja. Þeir spila á góðsemispostulana og meðvirknisjúklingana og þekkja lögin út og inn,“ segir í tilkynningu sem Bjartsýnisflokkurinn, flokkur hófsamra þjóðernissinna, hefur sent frá sér varðandi komu flóttamanna hingað til lands.

„Ríkisstjórn Íslands starfar í umboði íslensku þjóðarinnar, en ekki í umboði ESB og Sameinuðu þjóðanna. Henni ber skylda til að standa vörð um hagsmuni lands og þjóðar og setja hagsmuni þjóðarinnar í öndvegi,“ segir jafnframt í tilkynningunni.

Segja pilt þykjast vera sextán ára en líti út fyrir að vera um tvítugt

„Það er tekið skýrt fram í Flóttamannasamningi Sameinuðu þjóðanna að flóttamaður er sá sem þarf að flýja land sitt vegna ofsókna. Flóttamenn bágra lífskjara hafa því engan rétt á því að kallast flóttamenn og ber að senda þá umsvifalaust heim til sín eða til þess lands sem þeir komu frá til Íslands.

Nokkrir ungir flóttamenn hafa verið í fréttum nýlega og þykjast þeir vera börn til að auka líkurnar á landvistarleyfi og til að gera yfirvöldum erfiðara fyrir. Einn af þeim þykist vera 16 ára, en lítur út fyrir að vera um tvítugt,“ segir enn fremur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka