Alls höfðu verið haldnar 105 ræður og talað í 35,28 klukkustundir í umræðum um tillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá á Alþingi um miðnætti. Vigdís Hauksdóttir hefur talað lengst allra, í 206 mínútur.
Hins vegar hafa þeir Gunnar Bragi Sveinsson, Framsóknarflokki, og Pétur Blöndal, Sjálfstæðisflokki, haldið flestar ræður um málið.
Enginn þingmaður meirihlutans á þingi kemst á blað yfir þá sem hafa talað mest um málið í Alþingi, samkvæmt upplýsingum frá Alþingi.