Velferðarráðherra, Guðbjartur Hannesson, hefur boðað til fréttamannafundar í fyrramálið en þar kynnir Lúðvík Geirsson, formaður vinnuhóps velferðarráðherra um húsnæðisbætur, tillögur hópsins um nýtt og gjörbreytt húsnæðisbótakerfi, útfærslu þess og innleiðingu.
„Með nýju kerfi yrði öllum tryggður sami réttur til fjárhagsstuðnings hins opinbera vegna húsnæðiskostnaðar, óháð búsetuformi, hvort sem fólk kýs að búa í eigin húsnæði, leiguhúsnæði eða búseturéttaríbúðum, en í gildandi kerfi eru almennar húsaleigubætur mun lægri en vaxtabætur og uppbygging kerfanna ólík,“ segir í tilkynningu.
Tillögur samráðshóps um húsnæðisstefnu stjórnvalda