Kýldi mann fyrir framan lögreglu

Lögreglan
Lögreglan Ljósmynd/Kristinn Freyr Jörundsson

Lögreglumenn í Reykjavík urðu vitni að því um fimmleytið í morgun að maður kýldi annan mann af engu tilefni við stjórnarráðshúsið í Lækjargötu. Lögregla brást skjótt við og handtók manninn.

Að sögn lögreglu var árásarmaðurinn ölvaður. Hann verður vistaður í fangageymslu þar til hægt verður að ræða við hann. 

Sá slasaði ætlaði sjálfur á slysadeild til aðhlynningar að sögn lögreglu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka