Nýtt blað um áhrif aðildar að ESB á landbúnað

Forsíða blaðsins
Forsíða blaðsins

Nýtt blað, Sveitin, kemur út í dag, blaðið fjallar um áhrif mögulegrar aðildar að Evrópusambandinu á landbúnað og byggðamál. Er blaðið gefið út af samtökunum Já Ísland en Pétur Gunnarsson ritstýrir blaðinu.

„Í tengslum við umræðuna um mögulega aðild Íslands að Evrópusambandinu skiptir máli að reynt sé að meta kosti og galla aðildar og að umræðan sé byggð á staðreyndum og mati þeirra sem gerst þekkja en ekki bábiljum og samsæriskenningum. Aðstandendum þessa blaðs hefur fundist að ekkert skorti á að rætt sé um þau vandamál og þær ógnir sem bíða landbúnaðarins innan Evrópusambandsins, bæði raunverulegar en ekki síður ímyndaðar,“ segir í fréttatilkynningu en blaðinu er dreift á öll lögbýli á landinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert