Sambland ösku- og sandfoks

„Þetta mist­ur sem var í gær var upp­runnið á Suður­landi. Þetta er sam­bland af ösku­fjúki úr síðustu eld­gos­um og sand­foki af sönd­un­um eins og Land­eyjasandi, sem er þekkt að vor­lagi,“ seg­ir Ein­ar Svein­björns­son, veður­fræðing­ur, um mist­ur sem var um allt sunn­an- og suðvest­an­vert landið í gær.

„Svo er auðvitað heil­mikið af fínu efni enn á Markarfljótsaur­un­um sem fer af stað við lít­inn vind og það var um miðjan dag í gær að veður­stöðvarn­ar á Suður­landi gáfu upp mist­ur. Lengst af í gær­dag var til að mynda ekki nema tveggja kíló­metra skyggni á Kirkju­bæj­arklaustri og eins var sand­fok í Mýr­daln­um, Vest­manna­eyj­um og á Eyr­ar­bakka,“ seg­ir Ein­ar.

Hann seg­ir að mistrið hafi svo náð til Faxa­flóa síðdeg­is, en ein­ung­is sunn­an Esj­unn­ar.

Raka­pró­sent­an ein­ung­is 40% í Fljóts­hlíð og á Skeiðum í gær

„Svo er líka í þessu að loftið er svo þurrt. Við erum búin að vera með heim­skautaloft yfir okk­ur í ansi marga daga og eitt af ein­kenn­um þess er hve loftrak­inn er lít­ill. Það var út­lit fyr­ir að það myndi rigna um sunn­an­vert landið í gær­morg­un, en það var nú mun minna úr þeirri úr­komu en ráð var fyr­ir gert. Ef það hefði vætt vel hefði það tekið fyr­ir þetta fok um ein­hvern tíma.

Sem dæmi þá var raka­pró­sent­an á Sáms­stöðum í Fljóts­hlíð í gær um 40% og svipað á Kálf­hóli á Skeiðum. Það er frek­ar þurrt miðað við að það var ekki hrein norðanátt, það var aust­læg­ur vind­ur,“ seg­ir Ein­ar.

Hann seg­ir það sjást best á því hve loftið er þurrt að dæg­ur­sveifl­urn­ar séu mikl­ar. „Hit­inn fer upp á dag­inn og svo eru þessi ei­lífu næt­ur­frost inn til lands­ins. Það er ein­kenni sem kem­ur fram þegar er þurrt loft og þá vant­ar rak­ann til þess að tempra sveifl­una í hit­an­um. Þetta verður svipað og er í eyðimerk­um,“ seg­ir Ein­ar en tek­ur fram að eft­ir rign­ing­arn­ar í vet­ur sé nóg vatn í jörðu, en það sé bara ekki í sverðinum held­ur dýpra.

Kær­komn­ar breyt­ing­ar í kort­un­um

„Svo eru kær­komn­ar breyt­ing­ar. Það er út­lit fyr­ir að það fari hita­skil hér yfir úr suðaustri fyr­ir miðja vik­una og þau fari svo norðvest­ur yfir landið og í kjöl­far þeirra fáum við bæði hlýrra veður og held­ur rak­ari loft­massa sem er ættaður úr suðaustri og bæg­ir þá frá þessu heim­skautalofti,“ seg­ir Ein­ar og tel­ur að það veður vari að minnsta kosti fram á hvíta­sunnu­helgi.

„Ef þess­ar spár ganga eft­ir gæti orðið ansi vænt vor­veður um næstu helgi.“

Ein­ar seg­ir ekki nema 1-2 sól­ar­hringa eft­ir af þess­um þurrki og að um leið og hita­skil­in fari yfir þá væti. „Og svo verðum við und­ir áhrif­um frá gríðar­mik­illi hæð, háþrýsti­svæði suðaust­ur og aust­ur und­an. Þó að loftið verði rak­ara þá fylg­ir því ekki mik­il úr­koma,“ seg­ir Ein­ar að lok­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert