Þyrlan á leið til Reykjavíkur

Þyrla Landhelgisgæslunnar
Þyrla Landhelgisgæslunnar Af vef Landhelgisgæslunnar

Þyrla Landhelgisgæslunnar er lögð af stað til Reykjavíkur með mann sem slasaðist er hann féll 10-20 metra við eggjatöku í Aðalvík á Hornströndum. Verður þyrlan komin með manninn á Landspítalann skömmu fyrir klukkan hálf átta.

Var maðurinn hífður um borð í þyrluna úr björgunarskipi undir Grænuhlíð en björgunarsveitarmenn komu til mannsins á sjötta tímanum, samkvæmt upplýsingum frá Jónasi Guðmundssyni hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg.

Tilkynning barst um að maður hefði hrapað niður klettabjarg um klukkan hálffjögur í dag.

Björgunarsveitarmenn  bjuggu um áverka mannsins eins og hægt var og fluttu hann svo um borð í björgunarskipið. Maðurinn var í um 25 metra hæð frá fjörunni, hafði hrapað niður á syllu þar. Nokkuð ágætlega gekk að koma honum um borð þrátt fyrir erfiðar aðstæður, samkvæmt upplýsingum frá Jónasi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert