Allt við það sama á Alþingi

Alþingi
Alþingi mbl.is/Golli

Fundi formanna þingflokkanna lauk í hádeginu í dag. Vart er hægt að tala um niðurstöðu af fundinum, aðra en þá að enn er allt við það sama á Alþingi. Engir samningar voru gerðir og hefst þingfundur kl. 15 samkvæmt fyrirframgefinni dagskrá á vefsvæði þingsins.

Ljóst er að óskað verður eftir kvöldfundi við upphaf þingfundar og einnig að þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna muni leggjast gegn þeirri hugmynd og kalla eftir forgangsröðun stjórnarflokkanna.

Samkvæmt starfsáætlun þingsins eru fimm þingfundir í þessari viku. Á þriðjudag í næstu viku fer svo fram eldhúsdagur og miðvikudag þingfundur. Gert er ráð fyrir þingfrestun fimmtudaginn 31. maí nk.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert