Grunaðir um innbrot í bifreiðar

Lögregla.
Lögregla. Ljósmynd/Kristinn Freyr Jörundsson

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af þremur ungum mönnum í gærkvöld, sem grunaðir eru um innbrot í bifreiðar í Breiðholti. Drengirnir eru á aldrinum 15-18 ára. Þá var annar maður kærður fyrir fíkniefnabrot.

Tilkynnt var um innbrot í félagsheimili í Mosfellsbæ um klukkan tvö í nótt en frekari upplýsingar liggja ekki fyrir að svo stöddu.

Að öðru leyti var nóttin heldur róleg hjá lögreglu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert