Hallgrímur Hallgrímsson: Ræningjar og ribbaldar

Hallgrímur Hallgrímsson
Hallgrímur Hallgrímsson

„Vegna umfjöllunar sumra fjölmiðla um veiðar skipa í eigu Íslendinga við strendur Máritaníu og víðar langar mig til þess að leggja orð í belg“, segir Hallgrímur Hallgrímsson, fv. skipstjórnarmaður í grein í Morgunblaðinu í dag.

Hallgrímur segist hvergi hafa séð nefndan ávinning veiðanna fyrir Íslendinga og enn síður fyrir máritanska samfélagið. Ég leyfi mér því að benda á hreinar og beinar rangfærslur sem virðast hafa þann tilgang einan að sverta veiðarnar og þá sem að þeim standa.

„Ég bendi á losun afla skipanna sem landa á afmörkuðum svæðum uppi við land og undir eftirliti hermanna frá Máritaníu en ekki eftirlitslaust og þar sem best þykir henta útgerðinni. Það sama á við um áhafnaskipti, og móttöku aðfanga“, segir Hallgrímur og í niðurlagi greinar sinnar segir hann:

„Í nafni niðurrifs og neikvæðrar umfjöllunar hafa menn leitað aftur til ársins 1993 er íslenskir togarar veiddu í Smugunni og við Svalbarða. Sá sem þetta ritar tók fullan þátt í þeim veiðum, en ekki sem ræningi og ribbaldi heldur vegna aflabrests á Íslandi og ekki síður í þeirri trú að þjóðinni bæri réttur til veiða á því svæði, bæði vegna sögunnar og nálægðar við miðin“.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert