Lenti í vanda á Lakavegi

Björgunarsveitinn Kyndill á Kirkjubæjarklaustri aðstoðaði ökumann á Lakavegi í síðustu viku. Að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli var um erlendan ferðamann að ræða. Hann hafði ekið framhjá lokunum á veginum sem er ekki búið að opna fyrir umferð.

Var ökumanninum gert að greiða sekt fyrir athæfið og fyrir aðstoð björgunarmanna. Atvikið átti sér stað sl. þriðjudag.

Þá segir í dagbók lögreglunnar á Hvolsvelli, að í síðustu viku hafi 17 ökumenn verið stöðvaðir fyrir að aka of hratt í umdæminu. Sá sem hraðast ók var mældur á 134 km hraða á klst. við Dýralæki á Mýrdalssandi. Hraða þar sem leyfilegur hraði er 90 km.  Það var við Dýralæki á Mýrdalssandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert