Lífeyrisréttindi varin í stjórnarskrá

Þórey Þórðardótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Land­sam­taka líf­eyr­is­sjóða, seg­ir eng­an vafa leika á að líf­eyr­is­rétt­indi njóti eign­ar­rétt­ar­vernd­ar stjórn­ar­skrár­inn­ar. Þetta hafi verið staðfest í dóm­ur hæsta­rétt­ar, úr­sk­urðum umboðsmanns Alþing­is og hjá mann­rétt­inda­dóm­stól Evr­ópu.

Þórey sagði á fundi um líf­eyr­iss­mál í dag að fram­an síðustu öld hefði verið um­deilt hvort líf­eyr­is­rétt­indi njóti eign­ar­rétt­ar­vernd­ar 72. grein­ar stjórn­ar­skrár­inn­ar. Um þetta væri ekki leng­ur deilt enda hefðu dóm­stól­ar dæmd mál þar sem tek­ist var á um þetta atriði á einn veg.

Stjórn­völd hafa þrýst á líf­eyr­is­sjóðina að gera sam­komu­lag um að gefa eft­ir kröf­ur sem hluti af sam­komu­lagi um vanda skuldugra heim­ila. Þórey seg­ir að líf­eyr­is­sjóðunum sé ekki heim­ilt að gefa eft­ir inn­heimt­an­leg­ar kröf­ur.

Þórey sagði að nú vantaði um 652 millj­arða inn í líf­eyr­is­sjóðakerfið til að sjóðirn­ir gætu staðið við skuld­bind­ing­arn­ar. Þar af vantaði 159 millj­arða inn í al­mennu sjóðina. Vand­inn væri stærst­ur hjá op­in­beru sjóðunum. Hún sagði að flest­ir sjóðirn­ir ættu ekki eign­ir fyr­ir öll­um skuld­bind­ing­um sín­um, en þó ætti það ekki við um alla sjóðina.

Þórey sagði að þrátt fyr­ir allt væri ís­lenska líf­eyr­is­sjóðakerfi sterkt í sam­an­b­urði við kerfi annarra landa. Eign­ir ís­lensku líf­eyr­is­sjóðanna væri komn­ar yfir 2000 millj­arða. Eign­irn­ar væru um 130% af lands­fram­leiðsla. Aðeins í Hollandi væri þetta hlut­fall hærra.

Þórey sagði að gjald­eyr­is­höft­in hefðu þrengt að fjár­fest­inga­mögu­leik­um líf­eyr­is­sjóðanna. Nú væru um 40% eign­anna í rík­is­bréf­um og um 22% í er­lend­um eign­um. Fyr­ir hrun hefðu um 30% eign­anna verið í er­lend­um eign­um. Hún benti á að rann­sókn­ar­nefnd, sem fjallaði um starf­semi líf­eyr­is­sjóðanna, hefði sagt óhjá­kvæmi­legt að líf­eyr­is­sjóðirn­ir fjár­festu meira er­lend­is. Það dragi úr áhættu sjóðanna.

Þórey sagði að meðalávöxt­un líf­eyr­is­sjóðanna á síðustu fimm árum hefði verið nei­kvæð um 3,72%, en ef miðað væri við síðustu 10 ár væri meðalávöxt­un já­kvæð um 2,09%. Mark­mið líf­eyr­is­sjóðanna er að sjóðirn­ir skili 3,5% já­kvæðri raunávöxt­un.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert