Vill hóta eigendum snjóhengjunnar

Lilja Mósesdóttir, alþingismaður.
Lilja Mósesdóttir, alþingismaður. mbl.is/Ómar

Ríkisstjórninni hefur mistekist að fjölga störfum. Andlit Bjartrar framtíðar á gamlar fjárfestingaráætlanir ríkisstjórnarinnar sem innleiða á 2013-2015 mun ekki duga til,“ segir Lilja Mósesdóttir alþingismaður á Facebook-síðu sinni í dag.

Hún vísar þar til nýrrar fjárfestinga- og atvinnustefnu sem forystumenn ríkisstjórnarinnar kynntu nýverið en hún var unnin í samvinnu við Guðmund Steingrímsson, alþingismann og einn af forystumönnum stjórnmálaflokksins Bjartrar framtíðar.

„Ungt fólk finnur ekki sumarvinnu og hefur ástandið ekki verið jafn slæmt. Ríkið verður að fara strax í atvinnuuppbyggingu með jarðgangagerð og viðhaldsverkefnum. Lækka verður vexti og tryggingagjaldið,“ segir Lilja og bætir síðan við:

„Hóta verður eigendum snjóhengjunnar upptöku nýrrar krónu með 80% afföllum ef þeir fjárfesta ekki strax til langs tíma í íslensku atvinnulífi eða skipta strax krónunum sínum í erlendan gjaldmiðil með miklum afföllum.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert