Vill hóta eigendum snjóhengjunnar

Lilja Mósesdóttir, alþingismaður.
Lilja Mósesdóttir, alþingismaður. mbl.is/Ómar

Rík­is­stjórn­inni hef­ur mistek­ist að fjölga störf­um. And­lit Bjartr­ar framtíðar á gaml­ar fjár­fest­ingaráætlan­ir rík­is­stjórn­ar­inn­ar sem inn­leiða á 2013-2015 mun ekki duga til,“ seg­ir Lilja Móses­dótt­ir alþing­ismaður á Face­book-síðu sinni í dag.

Hún vís­ar þar til nýrr­ar fjár­fest­inga- og at­vinnu­stefnu sem for­ystu­menn rík­is­stjórn­ar­inn­ar kynntu ný­verið en hún var unn­in í sam­vinnu við Guðmund Stein­gríms­son, alþing­is­mann og einn af for­ystu­mönn­um stjórn­mála­flokks­ins Bjartr­ar framtíðar.

„Ungt fólk finn­ur ekki sum­ar­vinnu og hef­ur ástandið ekki verið jafn slæmt. Ríkið verður að fara strax í at­vinnu­upp­bygg­ingu með jarðganga­gerð og viðhalds­verk­efn­um. Lækka verður vexti og trygg­inga­gjaldið,“ seg­ir Lilja og bæt­ir síðan við:

„Hóta verður eig­end­um snjó­hengj­unn­ar upp­töku nýrr­ar krónu með 80% af­föll­um ef þeir fjár­festa ekki strax til langs tíma í ís­lensku at­vinnu­lífi eða skipta strax krón­un­um sín­um í er­lend­an gjald­miðil með mikl­um af­föll­um.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert