Allt annað ástand en í fyrra

Afli úr bjargsigi.
Afli úr bjargsigi. mbl.is/RAX

„Það er allt annað ástand á svartfuglinum nú en í fyrra. Nú er ástandið eðlilegt en það var það ekki í fyrra. Það er mökkur af fugli um allt,“ segir Valur Andersen, bjargmaður í Vestmannaeyjum. Hann hefur stundað eggjatöku í Súlnaskeri, Geirfuglaskeri og Geldungi í mörg ár ásamt fleirum.

Valur sagði að þeir hefðu farið fjórar eggjaferðir í maí í fyrra og ekki náð nema 20 svartfuglseggjum og látið þar við sitja. „Þetta var nánast eins og eyðimörk alveg fram undir mánaðamót maí og júní. Það var ekki nokkur fugl og ekki drit í bjargi og ekki neitt. Það gerðist ekkert fyrr en í júní í fyrra og þá var lítið,“ sagði Valur.

Grímseyingar fóru fyrst til eggja 12. maí og voru í bjarginu alla síðustu viku. „Það er sjálfsagt meira nú en í fyrra, alveg óhemja af fugli,“ segir Bjarni Magnússon, fyrrverandi hreppstjóri og bjargmaður í Grímsey til margra áratuga í Morgunblaðinu í dag. Hann sagði eggjatökuna vera með fyrra fallinu að þessu sinni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka