Engin hagræðing af breytingunum

Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn.
Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson

„Forgangsröðun í þágu kerfisins á kostnað fólksins er orðin undirliggjandi stef allra aðgerða þessa meirihluta. Fyrirliggjandi tillögur um stjórnkerfisbreytingar bera þess merki að tilgangurinn er sá einn að breyta, ekki endilega til að bæta og sannarlega ekki til þess að spara fjármagn,“ segir Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn, um stjórnkerfisbreytingar hjá Reykjavíkurborg sem samþykktar voru á borgarstjórnarfundi í morgun með atkvæðum meirihluta Samfylkingarinnar og Besta flokksins.

Samkvæmt tillögunni verður stofnað nýtt umhverfis- og skipulagssvið hjá Reykjavíkurborg, ný skrifstofa eigna og atvinnuþróunar, auk nýs embættis umboðsmanns borgarbúa. Þá verða ennfremur gerðar breytingar á miðlægri stjórnsýslu sem flestar virðast hafa það að markmiði að létta á skyldum borgarstjóra að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins.

„Það liggur fyrir að engin hagræðing fylgir breytingunum og að öllum líkindum munu þær fela í sér aukin kostnað fyrir borgarbúa. Sá kostnaður getur verið allt frá nokkrum milljónum til tuga milljóna vegna yfirfærslu starfa, ráðningar nýs starfsfólks og biðlaunaréttar. Það er auðvitað óviðunandi,“ segir Hanna Birna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert