„Þetta er allt að smella“

Greta Salóme Stefánsdóttir og Jón Jósep Snæbjörnsson eru fulltrúar Íslands …
Greta Salóme Stefánsdóttir og Jón Jósep Snæbjörnsson eru fulltrúar Íslands í Bakú. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Síðasta rennslið var í dag og þetta gekk mjög vel. Atriðið hefur reyndar verið að batna í hvert skipti sem þau taka þetta, samþættingin verður alltaf meiri og það er óhætt að segja að þetta sé allt að smella,“ segir Jónatan Garðarsson, liðsstjóri íslenska Evróvisjónhópsins, en þau Greta Salóme og Jónsi stíga á svið í Kristalshöllinni í Bakú í Aserbaídsjan í kvöld með lag sitt Never Forget.

Þau eru númer tvö í röð flytjenda í undankeppninni í kvöld, á eftir Svartfjallalandi og  hefst keppnin klukkan 19. Símakosning hefst þegar öll löndin sem eru 18 talsins hafa lokið flutningi sínum og stendur hún í 15 mínútur.

„Þau gera þetta mjög vel. Núna eru allir vel stemmdir og hlakka til að takast á við þetta á eftir. En það er líklega smáfiðringur í maganum,“ segir Jónatan.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert