„Samtök atvinnulífsins boðuðu til morgunfundar um gjaldeyrishöftin í síðustu viku og hvernig mætti losna við þau sem fyrst. Um margt var þetta góður fundur og erindin vöktu athygli“, segir Guðni Ágústsson, fyrrum ráðherra, í grein í Morgunblaðinu í dag.
Á fundinum voru m.a. Vilhjálmur Egilsson, Ólöf Nordal, Friðrik Már Baldursson og Árni Páll Árnason. Guðni segir Árna Pál hafa boðað „að saman gengjum við út úr höftunum“ Þá segir Guðni: „Gott og vel. Hann er þó andstaða við forsætisráðherra sem vill fara í gegnum öll mál á hnefanum. Allar fannst mér hans lausnir þó miðaðar við að hin fallandi mynt ESB-evran væri lausnin“
Í greinalok segir Guðni m.a.: „Ég ætlast ekki til að lífeyrissjóðakerfið sé rústað eða eyðilagt en skuldir fólks og fyrirtækja kalla á lausnir. Gjaldeyrishöftin verða að fara og á þeim er hægt að taka eins og þjóðin gerði í Icesave“.