Héldu þingflokksfundi

mbl.is/Eggert

Ragn­heiður Rík­h­arðsdótt­ir, vara­for­seti Alþing­is, sleit fundi í stutta stund laust eft­ir kl. 16 í dag þegar upp­lýst var að Sam­fylk­ing­in og VG hefðu verið á þing­flokks­fundi þó að þing­fund­ur stæði yfir.

Umræða hef­ur staðið í dag um ráðgef­andi þjóðar­at­kvæðagreiðslu um til­lög­ur stjórn­lagaráðs. Það eru fyrst og fremst þing­menn Sjálf­stæðis­flokks og Fram­sókn­ar­flokks sem hafa tekið þátt í umræðunni.

Eft­ir að spurðist út að stjórn­ar­flokk­arn­ir sætu á þing­flokks­fundi kröfðust nokkr­ir þing­menn að hlé yrði gert á þing­fundi. Bentu þing­menn á að nefnd­ar­fund­ir væru jafn­an ekki haldn­ir meðan þing­fund­ur stæði yfir. Sama ætti að eiga við um þing­flokks­fundi.

Eft­ir að þing­fundi var fram­haldið hófst umræða um fund­ar­stjórn for­seta. Fram kom að fundi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar væri lokið. Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son kraf­ist þess að fá upp­lýs­ing­ar um hvort þing­flokks­fund­ur VG stæði enn yfir. Álf­heiður Inga­dótt­ir kom upp í ræðustól og sagðist hlusta á ræður þing­manna stjórn­ar­and­stöðunn­ar en svaraði því ekki hvort þing­menn VG væru enn á þing­flokks­fundi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert