Ísland komst áfram

Jónsi og Greta Salome á generalprufu í dag.
Jónsi og Greta Salome á generalprufu í dag. www.eurovision.tv/Andres Putting (EBU)

Framlag Íslands í Evróvisjón 2012, Never Forget í flutningi Gretu Salóme og Jónsa, komst áfram eftir fyrri undanúrslitakeppnina  í kvöld og verður því eitt af þeim 26 lögum sem keppa í aðalkeppninni á laugardaginn.

Alls komust tíu lög áfram í aðalkeppnina. Það voru, auk Íslendinga, framlög Rúmeníu, Moldavíu, Ungverjaland, Danmerkur, Albaníu, Kýpur, Grikklands, Rússlands og Írlands.

Nokkur lönd þurfa ekki að keppa í undankeppninni, það eru Bretland, Frakkland, Ítalía, Þýskaland, Spánn og gestgjafarnir Aserar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert