Lífsgæði Íslendinga skora hátt

Sumarsólin sleikt á Austurvelli.
Sumarsólin sleikt á Austurvelli. Mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Íslendingar eru sáttari við líf sitt en fólk í löndum OECD er að jafnaði. Þeir vinna færri vinnustundir á ári en íbúar OECD-landa að meðaltali en tekjur Íslendinga eru yfir meðaltali. Þetta eru niðurstöður nýjustu lífsgæðavísitölu OECD.

Samkvæmt henni segjast 87% Íslendinga oftar eiga jákvæða upplifun og líðan heldur en neikvæða, sem er talsvert hærra en meðaltalið sem er 72% í OECD-löndunum. 98% Íslendinga telja að þeir eigi einhvern að sem þeir geti reitt sig á í neyð, en meðaltalið er 91%. Kosningaþátttaka er einna mest á Íslandi í OECD-löndunum og niðurstaðan því sú að samfélagsleg þátttaka og velferð sé mikil.

Lífslíkur nýfæddra Íslendinga eru tveimur árum lengri en meðallífslíkur í OECD-löndum. Gæði andrúmslofts og vatns eru yfir meðaltali og atvinnuþátttaka er yfir meðaltali. Íslendingar vinna að jafnaði 1.697 stundir á ári, en meðaltalið í OECD er 1.749 stundir.

Þegar kemur að menntun er Ísland undir meðaltalinu, að því leyti að hér hafa færri en að jafnaði í OECD lokið stúdentsprófi.

Hér er nánari útlistun á lífsgæðavísitölu OECD.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert