Fram kom í umræðum á Alþingi nú rétt í þessu að samkomulag hefði náðst á milli stjórnarmeirihlutans og stjórnarandstöðunnar um að ljúka umræðum um þingsályktunartillögu um ráðgefandi þjóðaratkvæði um tillögur stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá. Er umræðunni nú lokið og önnur mál tekin fyrir.
Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sté í ræðustól og sagðist þykja miður að ljúka ætti umræðunni þar sem hann hefði ýmislegt fleira um málið að segja. Málið hefur verið til umræðu á Alþingi mestan hluta þingfundarins í dag auk þess sem umræður stóðu yfir langt fram á kvöld í gær.