Samstaða krefst kosninga

Lilja Mósesdóttir, formaður Samstöðu.
Lilja Mósesdóttir, formaður Samstöðu. Morgunblaðið/Sigurgeir S.

Stjórn Samstöðu, flokks lýðræðis og velferðar, krefst þess að ríkisstjórnin víki hið fyrsta og boðað verði til kosninga. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem stjórn flokksins sendi fjölmiðlum í gærkvöld.

Stjórn Samstöðu vill jafnframt taka fram að fulltrúar flokksins eigi ekki í viðræðum við ríkisstjórn um stuðning í skiptum fyrir framgang ákveðinna mála.

„Stjórn Samstöðu telur fullreynt að fá hina svokölluðu norrænu velferðarstjórn til að efna kosningaloforðin og taka á skuldavanda heimilanna, fyrirtækja og þjóðarbúsins með hagsmuni almennings að leiðarljósi. Endalausar tilraunir til að semja um einstök mál við ríkisstjórnina framlengja aðeins líf hennar og lengja biðina eftir raunhæfum aðgerðum. “

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert