Tarfurinn kostar 135 þúsund krónur

mbl.is/Friðrik Tryggvason

Þeir sem fengu leyfi til þess að veiða hreindýr í sumar og haust þurfa að greiða fyrir leyfin fyrir 2. júlí. Alls kostar veiðileyfi fyrir tarf 135 þúsund krónur en 80 þúsund fyrir kú.

Fyrr á árinu þurftu þeir sem fengu úthlutað veiðileyfi á tarf að greiða 33.750 krónur í staðfestingargjald en lokagreiðsluna þarf að inna af hendi fyrir 2. júlí. Þetta kemur fram á vef Umhverfisstofnunar.

Áður en veiðimaður fer til hreindýraveiða skal hann hafa staðist verklegt skotpróf á síðustu tólf mánuðum. Veiðimaður þarf að skila inn staðfestingu á að hann hafi lokið verklegu skotprófi fyrir 1. júlí ár hvert.

Framsal á veiðileyfum er óheimilt enda skal lögum samkvæmt aðeins sá fella hreindýr sem hefur fengið því úthlutað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka