Steingrímur: Þingið að falla á tíma

Steingrímur í ræðustól Alþingis í gær, mánudag. Sigurður Ingi Jóhannsson, …
Steingrímur í ræðustól Alþingis í gær, mánudag. Sigurður Ingi Jóhannsson, þingmaður Framsóknarflokks, og Birgitta Jónsdóttir, Hreyfingunni, eru með honum á myndinni. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

„Líkurnar á því að þingstörfum ljúki á tilsettum tíma aukast ekki ef málþófið, ef málþóf skyldi kalla, heldur áfram. Hann er dýr hver dagurinn þegar svona er komið,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, aðspurður hvort takast muni að halda starfsáætlun þingsins og ljúka þinginu 31. maí næstkomandi. 

„Framganga stjórnarandstöðunnar dæmir sig sjálf. Umræðan í kvöld er borin upp af fimm mínútna ræðum og svo fimmtán mínútna andsvörum samherja hver við aðra. Andsvörin voru auðvitað ekki hugsuð þannig.

Það á eftir að ljúka afgreiðslu mjög mikilvægra mála og tíminn hefur nýst illa. Það er því orðið augljóst að þetta er allt orðið miklu knappara en það þyrfti að vera. Allt þetta þóf núna er að því er virðist til að koma í veg fyrir að þjóðin fái að segja álit sitt á drögum að nýrri stjórnarskrá,“ segir Steingrímur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert