Vilja einfalda stjórnkerfi Reykjavíkur

mbl.is/Ernir

Tillögur um einföldun á stjórnkerfi Reykjavíkurborgar ásamt stofnunar embættis umboðsmanns borgarbúa verða teknar til afgreiðslu á fundi borgarstjórnar í dag.

Dagur B. Eggertsson, formaður stjórnkerfisnefndar Reykjavíkurborgar, segir í tilkynningu að um þrjár tillögur sé að ræða.

  1. Einföldun á miðlægri stjórnsýslu.
  2. Sameiningu skipulags- og byggingarsviðs, umhverfis- og samgöngusviðs og framkvæmdasviðs í umhverfis- og skipulagssvið og skrifstofu eigna og atvinnuþróunar.
  3. Tillögu um stofnun embættis umboðsmanns borgarbúa.

Í tilkynningunni kemur fram að þessar tillögur megi rekja til þeirra markmiða sem unnið hafi verið eftir á þessu kjörtímabili. Þau eru talin þannig upp í erindisbréfi stjórnkerfisnefndar:

  • Fækkun og sameining nefnda
  • Endurskoðun á stjórnsýslunni, m.a. í Ráðhúsi Reykjavíkur
  • Stofnun embættis umboðsmanns borgarbúa

Þá segir að þegar sú einföldun sem átt hefur sér stað á kjörtímabilinu sé dregin saman komi í ljóst að fagsviðum hafi fækkað úr 8 í 5, skrifstofum í miðlægri stjórnsýslu hafi fækkað úr 10 í 7, beinum undirmönnum borgarstjóra hafi fækkað úr 18 í 8 og fagráðum hafi fækkað um þrjú, auk þess sem framtalsnefnd hefur verið lögð niður.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert