„Á ekki heima í sömu kosningu“

Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar.
Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar. MBL/Ómar Óskarsson

„ESB tillaga Vigdísar Hauksdóttur er algjörlega óskylt mál þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs og á ekki heima í sömu kosningu enda mundu bæði þau mæli skemma hvort fyrir öðru í aðdraganda slíkrar atkvæðagreiðslu,“ segir Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, aðspurður út í afstöðu sína til tillögu Vigdísar Hauksdóttur þess efnis að kosið verði um framhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið samhliða þjóðaratkvæði um tillögur Stjórnlagaráðs.

Þór segist vera þeirrar skoðunar að misráðið væri að fara út í þjóðaratkvæðagreiðslu um slit aðildarviðræðna við Evrópusambandið en að hann myndi þó ekki setja sig upp á móti slíkri tillögu ef hún kæmi fram.

„Nei ég teldi það nú ekki skynsamlegt en við erum náttúrlega hreyfing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu þannig að ég efast að við myndum setja okkur upp á móti því,“ segir Þór aðspurður hvort hann telji skynsamlegt að fara út í þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðnanna við Evrópusambandið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka