Meðmælendalistar allra frambjóðenda til forsetakosninganna sem fram fara 30. júní næstkomandi hafa verið staðfestir af yfirkjörstjórnum Reykjavíkurkjördæma norður og suður en gerðar voru athugasemdir við lista tveggja frambjóðenda, Hannesar Bjarnasonar og Ástþórs Magnússonar.
Þetta segir Katrínu Theodórsdóttir, annar oddviti yfirkjörstjórnanna, í samtali við mbl.is en fundað var um málið fyrr í dag.
Aðspurð segir Katrín að Hannes hafi ekki náð að safna nægjanlega mörgum meðmælendum en grunur leiki hins vegar á að einhver nöfn á meðmælendalista Ástþórs hafi verið skráð þar án vitundar viðkomandi einstaklinga.
Báðir frambjóðendurnir fá tækifæri til þess að bæta úr sínum málum áður en frestur til þess að skila inn meðmælendalistum rennur út næstkomandi föstudag.