„Mín afstaða er alveg klár,ð það á að afturkalla þessa umsókn,“ segir Jón Bjarnason, þingmaður Vinstri grænna, og bætir við að hann styðji tillögu Vigdísar Hauksdóttur um að kosið verði um framhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið samhliða ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur Stjórnlagaráðs.
Aðspurður hvort hann muni greiða atkvæði með tillögu Vigdísar segir Jón: „Já, ég mun gera það enda er það í samræmi við stefnu míns flokks sem er andvígur aðild að Evrópusambandinu og lofaði fyrir kosningar að ekki yrði sótt um.“ Jón bætir við að hann styðji allar þær tillögur sem komi fram þess efnis að aðildarviðræðum við Evrópusambandið verði hætt.