MR og MH í efstu sætum

Menntaskólinn í Reykjavík.
Menntaskólinn í Reykjavík.

Menntaskólinn í Reykjavík er í efsta sæti úttektar Frjálsrar verslunar á árangri íslenskra framhaldsskóla og Menntaskólinn við Hamrahlíð er í öðru sæti. Stúdentar úr Fjölbrautaskóla Vesturlands  og Menntaskólanum á Egilsstöðum eru líklegastir til að fara beint í háskólanám eftir menntaskóla og útskrifast þaðan á réttum tíma.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í úttekt sem birt er í nýjasta tölublaði tímaritsins. Þetta er annað árið í röð sem stærðfræðingurinn Pawel Bartoszek ber saman árangur íslenskra framhaldsskóla á ólíkum sviðum. Í þetta skiptið voru þeir metnir í tuttugu mismunandi flokkum.

Menntaskólinn í Reykjavík er í efsta sæti með 69,55 stig og MH í öðru sæti með 51,18  stig. Reynt er að taka tillit til stærðar skóla þar sem því verður við komið.

Ýmsir þættir eru lagðir til grundvallar matinu, til dæmis árangur í Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna. Heildarskor hvers skóla var reiknað með því að taka vegið meðaltal stiga í hverjum flokki. Vægi flokkanna var eftirfarandi: Árangur (útskriftarhlutfall) nemenda í HÍ 30%, árangur í fagkeppnum (13 flokkar) 45%, árangur í öðrum keppnum (4 flokkar) 10%, menntun kennara 10% og aðsókn gilti 5%.

Forsíða nýjasta tölublaðs Frjálsrar verslunar.
Forsíða nýjasta tölublaðs Frjálsrar verslunar. Frjáls verslun
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert