MR og MH í efstu sætum

Menntaskólinn í Reykjavík.
Menntaskólinn í Reykjavík.

Mennta­skól­inn í Reykja­vík er í efsta sæti út­tekt­ar Frjálsr­ar versl­un­ar á ár­angri ís­lenskra fram­halds­skóla og Mennta­skól­inn við Hamra­hlíð er í öðru sæti. Stúd­ent­ar úr Fjöl­brauta­skóla Vest­ur­lands  og Mennta­skól­an­um á Eg­ils­stöðum eru lík­leg­ast­ir til að fara beint í há­skóla­nám eft­ir mennta­skóla og út­skrif­ast þaðan á rétt­um tíma.

Þetta er meðal þess sem kem­ur fram í út­tekt sem birt er í nýj­asta tölu­blaði tíma­rits­ins. Þetta er annað árið í röð sem stærðfræðing­ur­inn Pawel Bartoszek ber sam­an ár­ang­ur ís­lenskra fram­halds­skóla á ólík­um sviðum. Í þetta skiptið voru þeir metn­ir í tutt­ugu mis­mun­andi flokk­um.

Mennta­skól­inn í Reykja­vík er í efsta sæti með 69,55 stig og MH í öðru sæti með 51,18  stig. Reynt er að taka til­lit til stærðar skóla þar sem því verður við komið.

Ýmsir þætt­ir eru lagðir til grund­vall­ar mat­inu, til dæm­is ár­ang­ur í Gettu bet­ur, spurn­inga­keppni fram­halds­skól­anna. Heild­ar­skor hvers skóla var reiknað með því að taka vegið meðaltal stiga í hverj­um flokki. Vægi flokk­anna var eft­ir­far­andi: Árang­ur (út­skrift­ar­hlut­fall) nem­enda í HÍ 30%, ár­ang­ur í fag­keppn­um (13 flokk­ar) 45%, ár­ang­ur í öðrum keppn­um (4 flokk­ar) 10%, mennt­un kenn­ara 10% og aðsókn gilti 5%.

Forsíða nýjasta tölublaðs Frjálsrar verslunar.
Forsíða nýj­asta tölu­blaðs Frjálsr­ar versl­un­ar. Frjáls versl­un
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert